FRAKKASTÍGUR 1
IÐA vann samkeppni Reykjavíkurborgar um grænar þróunarlóðir og hefur nú byggt sjö hæða íbúðahús að Frakkastíg 1 í samstarfi við sap arkitektar/Lendager og framkvæmdafélagið Arnarhvol. Um ræðir einstakt hús byggt af umhverfisábyrgð þar sem gæði hönnunar mæta umhverfisvænum lausnum.
ARKITEKTÚR SEM
VÍSAR VEGINN
Eitt er að búa til fallegan, hagnýtan arkitektúr, annað er að skilja hvernig verkefni og byggingar geta skapað langtímaverðmæti með áþreifanlegum jákvæðum umhverfislegum og fjárhagslegum árangri. Við vitum af reynslunni að þróun verkefna með skilgreinda og metnaðarfulla nálgun á sjálfbærni stuðlar að þróun sem færir okkur nær okkar sameiginlegum markmiðum auk þess að veita öðrum innblástur.
-
Innra skipulag íbúða er rúmgott og fjölbreytt, birtuskilyrði innan íbúða eru góð og útskotsgluggar sem veita aukna birtu. Aðgengi er fyrir öll.
-
Efni án eiturefna notuð við byggingu hússins. Góð hitastýring, góð loftræsting, góð hljóðvist og aðlaðandi útisvæði.
-
Húsið er byggt úr umhverfisvænni steypu, endurnýtt efni er notað við klæðningu og endurnýtt gler er notað í sameignarglugga.
-
Sameiginleg gróðurhús, góðar tengingar við almenningssamgöngur, nálægð við samfélagið sem eykur hjólanotkun og hvetur til að fara fótgangandi.
-
Við byggingu hússins er stuðst við hönnunarstaðal sem kallast á ensku “Passive house design” þar sem hitauppstreymi í húsinu er náð fram með lágmarks upphitun og kælingu með því að nota einangrun, loftþéttleika, viðeigandi glugga- og hurðahönnun og loftræstikerfi með varmaendurnýtingu. Jafnframt er stuðst við fjarvarmahitun, endurnýjanlega orku, jarðvarma og hitadælur sem ýtir undir hágæða loftmeðhöndlun.