HÖNNUN INNANDYRA
Ingibjörg Agnes Jónsdóttir er innanhússhönnuður Frakkastígs 1. Hún hefur unnið víða um heim að margvíslegum verkefnum; allt frá upplifunarhönnun og framsetningu rýma fyrir vörur, vörumerki, atvinnurými og til innanhúshönnunar hýbýla í einkaeigu. Lagt er upp með að heildarmynd innan sem utan húss að Frakkastíg 1 standist tímans tönn og tískusveiflur tíðarandans. Sjónsteypa er ráðandi á veggjum og í lofti alrýma. Enginn óþarfa efniviður er notaður, aftur á móti er mikill metnaður lagður í frágang hráefna strax frá upphafi byggingartíma svo að til dæmis efniviður á borð við steypu geti staðið ein og sér. Stál er endingargott efni, ef það er ólitað og fær að halda upprunaleika sínum, má umbreyta því og endurvinna endalaust ef svo ber undir. Viður í innréttingum er mest lítið unninn en þó lakkaður með umhverfisvænum efnum. Gegnheilt eikar parketið getur hlotið endurnýjun lífdaga aftur og aftur, ef svo ber undir. Ljósahönnun á Frakkastíg 1 er í höndum Lumex. Innfelld ljós prýða niðurtekin loft á göngum og baðherbergjum. Lagnir fyrir kastarabrautir eru í öðrum rýmum þar sem lofthæð er aukin og steypa er sýnileg.
Stál
Hnota
Steinn
Flísar
Sjónsteypa
LISTAVERK
Listaverk eftir Klemens Hannigan prýðir vegg anddyrisins að Frakkastíg 1. Listaverkið er sérunnið fyrir rýmið og samsett úr hinum ýmsu viðartegundum sem fengnar eru hvaðanæva að, eiga ólíkan uppruna og segir hver sína sögu.