ARKITEKT HÚSSINS
Arnhildur Pálmadóttir útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2006 með BA-gráðu í arkitektúr, hélt áfram námi við Arkitektúrskólann í Barcelona - ETSAB og lauk síðar meistaragráðu frá Institute for Advanced Architecture of Catalonia - IAAC. Arnhildur hefur frumkvöðlahugsun og þverfaglegan áhuga sem hún notar til að takast á við verkefni frá ýmsum sjónarhornum. Verkefni Arnhildar spanna allt frá því að hanna byggingar með allt að helmingi lægra kolefnisfótspor en hefðbundnar byggingar til framtíðarborga þar sem hefðbundin mengandi byggingarefnum hefur verið skipt út fyrir staðbundin efni eins og hraun. Arnhildur stofnaði og rekur s. ap arkitekta, ásamt því að stýra útibúi danska arkitektúr- og nýsköpunarfyrirtækisins Lendager á Íslandi en þau sérhæfa sig í sjálfbærni og hringrásarkerfum við mannvirkjagerð. Arnhildur hlaut Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs árið 2024 fyrir þverfaglegt samstarf og áherslu á endurvinnanlegt byggingarefni.