UMHVERFISMÁL
Mannvirkjageirinn er ábyrgur fyrir um 40% hnattvæddrar losunar kolefnis, 90% af þeirri losun gerist í borgum heimsins. IÐA vinnur þétt með sveitarfélögum og ríkisstofnunum að lausnum fyrir byggingariðnaðinn sem þarf að draga úr losun á Íslandi samkvæmt sívaxandi kröfum stjórnvalda og alþjóðasamfélagi.
Fyrsta verkefni félagsins felur í sér að mæta þessari kröfu með því að byggja hús að Frakkastíg 1 í 101 Reykjavík. Markmið hönnunar og byggingar hússins frá upphafi er að lágmarka umhverfis- og loftslagsáhrif byggingarinnar samhliða því að tryggja vellíðan framtíðaríbúa. Hugað hefur verið að þessum þáttum á öllum undirbúnings- og framkvæmdastigum byggingarinnar. Markmiðið er jafnframt að vera fyrirmynd annara í umhverfisvænni mannvirkjagerð og sýna með raunverulegum umhverfisvænum leiðum að hægt er að hafa veruleg áhrif til hins betra án þess að umbylta aðferðum eða auka kostnað við framkvæmdina.
Við upphaf verkefnis voru sett fram göfug markmið um lækkun á kolefnisfótspori um allt að 50% miðað við svokallað viðmiðunarhús sem og að endurvinna staðbundnar auðlindir og efnivið sem byggingarefni. IÐA vinnur með fjölbreyttum hópi hönnuða þar á meðal arkitektastofunni sap arkitektar/Lendager auk fjölda fyrirtækja í nýsköpun á byggingarefnivið úr auðlindum sem eru endurnýttar og hafa því þegar losað kolefni. Steypan er vistvænni, húsið er klætt vegriðum frá Vegagerðinni ásamt endurunnum álplötum, gler í sameign og sameiginlegu gróðurhúsi er endurunnið úr gleri sem nýttist ekki í háhýsi á höfuðborgarsvæðinu og veggklæðning úr steini utanhúss á 1. hæð hússins er endurunnin úr steinklöpp lóðar byggingarinnar, svo dæmi séu nefnd.
Göfug markmið um lækkun kolefnislosunar og endurnýtingar við gerð byggingarinnar náðust og niðurstaðan fer langt fram úr björtustu vonum. Kolefnisspor við byggingu Frakkastígs 1 er 55,7% lægra en núverandi viðmiðunarhús HMS. Með því að endurnota stórt hlutfall byggingarefna, í stað þess að nota ný, sparast 72,1 tonn af CO₂ ígildum. Hringrásarhúsið að Frakkastíg 1 er því fyrsta sinnar tegundar á Íslandi þar sem hönnun hefur þurft að fylgja jafn ströngum markmiðum um lækkun kolefna og endurnýtingu auðlinda.
EFNI
KORTLAGNING VERÐMÆTA
Þegar lagt er mat á gæði efna og tækifæra til endurnýtingar út frá hringrásarviðmiðum þarf magn efnis, ástand og gæði að liggja fyrir svo hægt sé að ákveða í hvaða samhengi best sé að nota efniviðinn aftur.
SÖFNUN OG VINNSLA
Þegar efni hefur verið kortlagt og flokkað eftir hringrásartækifærum og gæði þess tryggt, svo það uppfylli umhverfis-, öryggis- og fagurfræðilegar kröfur, fer fram stýrt niðurrif á efninu áður en endurnýting fer fram. Það sparar mikið CO₂ að endurnýta byggingarefni í nýbyggingar en mismikið innbundið kolefni er í efnum eftir tegund þeirra.
ENDURNÝTING
Steinsteypa, rúðugler og stál eru dæmi um efni sem hafa djúpt umhverfisfótspor. Því er til mikils að vinna að halda þessum efnum eins lengi og hægt er innan hringrásarinnar og án orkufrekrar endurvinnslu. Best er að nýta efni aftur í sama tilgangi í stað þess að nýta það með virðislækkandi hætti, senda í orkufreka endurvinnslu eða jafnvel urðun. Endurnýting efna stuðla að nýsköpun og aukinni eftirspurn eftir fjölbreyttum handverks- og iðnaðarhefðum.
NÝTT EFNI, BYGGING EÐA KERFI
1. HÆÐ
BÍLAKJALLARI
Endurunnin vegrið verða nýtt til þess að útbúa sterka klæðningu utan á húsið.
Sjonsteypa er í forgrunni innandyra.
Steinar verða endurnotaðir úr grunninum á Frakkastíg til þess að útbúa klæðningu hússins.
Innblástursmynd að veggskúlptúr eftir Klemens Hannigan sem mun prýða anddyrið.