UMHVERFISMÁL


Mannvirkjageirinn er ábyrgur fyrir um 40% hnattvæddrar losunar kolefnis, 90% af þeirri losun gerist í borgum heimsins. IÐA vinnur þétt með sveitarfélögum og ríkisstofnunum að lausnum fyrir byggingariðnaðinn sem þarf að draga úr losun á Íslandi samkvæmt sívaxandi kröfum stjórnvalda og alþjóðasamfélagi.

Fyrsta verkefni félagsins felur í sér að mæta þessari kröfu með því að byggja hús að Frakkastíg 1 í 101 Reykjavík. Markmið hönnunar og byggingar hússins frá upphafi er að lágmarka umhverfis- og loftslagsáhrif byggingarinnar samhliða því að tryggja vellíðan framtíðaríbúa. Hugað hefur verið að þessum þáttum á öllum undirbúnings- og framkvæmdastigum byggingarinnar. Markmiðið er jafnframt að vera fyrirmynd annara í umhverfisvænni mannvirkjagerð og sýna með raunverulegum umhverfisvænum leiðum að hægt er að hafa veruleg áhrif til hins betra án þess að umbylta aðferðum eða auka kostnað við framkvæmdina.

Modern bedroom with large window, white curtains, and city view, wood flooring, fireplace with marble surround, dark wooden closet, abstract ceiling light, and bed with blue and white bedding.

Við upphaf verkefnis voru sett fram göfug markmið um lækkun á kolefnisfótspori um allt að 50% miðað við svokallað viðmiðunarhús sem og að endurvinna staðbundnar auðlindir og efnivið sem byggingarefni. IÐA vinnur með fjölbreyttum hópi hönnuða þar á meðal arkitektastofunni sap arkitektar/Lendager auk fjölda fyrirtækja í nýsköpun á byggingarefnivið úr auðlindum sem eru endurnýttar og hafa því þegar losað kolefni. Steypan er vistvænni, húsið er klætt vegriðum frá Vegagerðinni ásamt endurunnum álplötum, gler í sameign og sameiginlegu gróðurhúsi er endurunnið úr gleri sem nýttist ekki í háhýsi á höfuðborgarsvæðinu og veggklæðning úr steini utanhúss á 1. hæð hússins er endurunnin úr steinklöpp lóðar byggingarinnar, svo dæmi séu nefnd.

Göfug markmið um lækkun kolefnislosunar og endurnýtingar við gerð byggingarinnar náðust og niðurstaðan fer langt fram úr björtustu vonum. Kolefnisspor við byggingu Frakkastígs 1 er 55,7% lægra en núverandi viðmiðunarhús HMS. Með því að endurnota stórt hlutfall byggingarefna, í stað þess að nota ný, sparast 72,1 tonn af CO₂ ígildum. Hringrásarhúsið að Frakkastíg 1 er því fyrsta sinnar tegundar á Íslandi þar sem hönnun hefur þurft að fylgja jafn ströngum markmiðum um lækkun kolefna og endurnýtingu auðlinda.

Stack of five oval-shaped stones, decreasing in size from bottom to top.

EFNI


Icon of a location pin marker, commonly used for maps or navigation.

KORTLAGNING VERÐMÆTA


Þegar lagt er mat á gæði efna og tækifæra til endurnýtingar út frá hringrásarviðmiðum þarf magn efnis, ástand og gæði að liggja fyrir svo hægt sé að ákveða í hvaða samhengi best sé að nota efniviðinn aftur.

A simple black and white line drawing of a gardening shovel.

SÖFNUN OG VINNSLA


Þegar efni hefur verið kortlagt og flokkað eftir hringrásartækifærum og gæði þess tryggt, svo það uppfylli umhverfis-, öryggis- og fagurfræðilegar kröfur, fer fram stýrt niðurrif á efninu áður en endurnýting fer fram. Það sparar mikið CO₂ að endurnýta byggingarefni í nýbyggingar en mismikið innbundið kolefni er í efnum eftir tegund þeirra.

Icon of two circular arrows forming a cycle, representing refresh or synchronization.

ENDURNÝTING


Steinsteypa, rúðugler og stál eru dæmi um efni sem hafa djúpt umhverfisfótspor. Því er til mikils að vinna að halda þessum efnum eins lengi og hægt er innan hringrásarinnar og án orkufrekrar endurvinnslu. Best er að nýta efni aftur í sama tilgangi í stað þess að nýta það með virðislækkandi hætti, senda í orkufreka endurvinnslu eða jafnvel urðun. Endurnýting efna stuðla að nýsköpun og aukinni eftirspurn eftir fjölbreyttum handverks- og iðnaðarhefðum.

A simple black and white outline of a house with a peaked roof and a small, arched doorway.

NÝTT EFNI, BYGGING EÐA KERFI


Modern kitchen with wooden cabinetry, concrete walls, stainless steel island, hanging white pendant lights, window with a view of the city, small seating nook with pillows and curtains.
Modern living room with large windows overlooking city and water, featuring a fireplace, various leather and fabric chairs, a glass coffee table, potted plants, and wooden flooring.

1. HÆÐ

Architectural floor plan of a building showing different rooms, outdoor seating area with tables and chairs, a garden with plants, and accessible parking with a wheelchair symbol.

BÍLAKJALLARI

Floor plan of a parking garage with parking spaces for cars, bicycles, and a kayak, along with staircases, restrooms, and storage areas.
Close-up of a metal barrier or guardrail outdoors, with a blurred background of shelves and equipment.

Endurunnin vegrið verða nýtt til þess að útbúa sterka klæðningu utan á húsið.

A minimalist interior with smooth concrete walls and floor, featuring a large rectangular opening in the wall.

Sjonsteypa er í forgrunni innandyra.

Stacks of rectangular concrete bricks or tiles arranged on a surface in black and white.

Steinar verða endurnotaðir úr grunninum á Frakkastíg til þess að útbúa klæðningu hússins.

A wall made of stacked wooden cubes with carved rectangular and semi-circular openings, arranged in a grid pattern.

Innblástursmynd að veggskúlptúr eftir Klemens Hannigan sem mun prýða anddyrið.