TEYMIÐ


Teymið að baki Hringrásarhúsinu að Frakkastíg 1 samanstendur af fólki með sömu sýn á hvernig byggja skuli hús. IÐA fasteignir og þróun, leitt af Björt Ólafsdóttur. sap arkitektar/Lendager stofnað af Arnhildi Pálmadóttur sem sérhæfir sig í sjálfbærni og hringrásarhugsun í mannvirkjagerð. Arnarhvoll, framkvæmdafyrirtæki er verktaki byggingarinnar.

A woman standing in an industrial or construction setting with a concrete wall background, wearing a black puffy jacket, shiny black pants, and boots, surrounded by construction materials and equipment.

„Ég var meðvituð frá upphafi um að þróun nýjunga taki tíma. Í verkefni sem þessu þarf að vera í miklum samskiptum, passa upplýsingaflæði og halda góðri stemningu og leikgleði. Fyrst hreinlega vissi ég ekki til hvaða arkitekta ætti að leita því það voru engin verkefni hér á landi sem ég gat borið saman við. Ég hafði þó heyrt að Arnhildur Pálmadóttir arkitekt vissi mest hér á landi um umhverfisvænar byggingar. Við hittumst og það eru eins og örlög hafi spilað þar inn í. Arnhildur, arkitekt hússins er algjör stjarna og auðvitað á heimsmælikvarða í því sem hún er að gera og hefur verið aðalsprautan í okkar samstarfi. Það hefur verið einstakt að vinna með henni, gaman að fylgja henni og ýta undir það sem hún er að gera. Aðalverktaki verkefnisins er Arnarhvoll og þar er einvalalið af fólki sem vinnur með okkur. Þetta samstarf við byggingu Frakkastígs 1 hefur verið frábært í alla staði.“

/ Björt Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri IÐU

A woman in a black suit sitting on a window ledge in a room under construction, with a scenic outdoor view of water and mountains in the background.

„Björt hafði samband við okkur hjá sap arkitektum/Lendager og við tókum þátt í samkeppni um grænar lóðir hjá borginni, og smullum strax vel saman. Björt er kraftmikil, hefur bakgrunn í umhverfismálum, skilur það sem þarf til og er með sömu sýn og við hjá sap arkitektum. Hún veit að það skiptir máli hvernig hlutir eru gerðir og settir saman. Fyrir vikið er mjög skemmtilegt að vinna með henni og það eru ekki margir kúnnar á Íslandi í dag með þessa sterku sýn á að byggja á umhverfisvænan hátt. Þeir eru til, en ekki margir.“

/ Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt

A man wearing a safety vest and helmet sitting on a scaffolding in front of a modern building with a large arched window, during daytime.

„Það sem er óhefðbundið og einkennir þetta verkefni er, að stöðugt er verið að finna lausnir og velja réttu efnin, efni sem hefði annars verið hent. Í byggingageiranum almennt er verið að leita leiða til að spara og flokka sorp betur auk þess sem bæði er verið að svansvotta og Breeam votta byggingar. En við byggingu Frakkastígs 1 er gengið skrefinu lengra þar sem stór hluti byggingaefna hússins eru endurnýtt. Þetta er jákvæð þróun en það tekur tíma fyrir allan byggingabransann að fara í þessa átt. Verkefnið getur þó haft ríkt fordæmisgefandi gildi. Samstarfið við Björt hjá IÐU og Arnhildi, arkitekt hefur verið mjög ánægjulegt og við hjá Arnarhvoli og ekki síst ég sjálfur hef lært mikið í þessu ferli og gæti sú þekking sem skapast hefur í þessu verkefni smitast í önnur verkefni.“

/ Hjalti Jón Kjartansson, Arnarhvoli