Modern kitchen with concrete walls, wooden cabinetry, stainless steel island, three pendant lights, a window with a view of a building, and a cozy nook with cushions and curtains.

ÍBÚÐ 202

Íbúðin snýr í suður í átt að Hallgrímskirkju og gamla franska spítalanum sem nú er Tónlistarskóli Reykjavíkur. Eldhúsið er opið og samtengt stofu sem hefur svalir og stóran útskotsglugga sem gefur mikla birtu. Eldhúsinnrétting er sérsmíðuð úr hnotu með stáli í borðplötu og vaski. Í eldhúsi eru tveir ofnar, hefðbundinn ofn og ofn með val um stillingu á örbylgjueldun eða venjubundna eldun.

Svefnherbergi er rúmgott með fataskápum. Baðherbergi er jafnframt rúmgott, flísalagt með innbyggðum speglaskápum og hefur granít í innréttingu. Sturta og handlaugartæki eru innbyggð frá

Grohe og sturtuhaus er festur í loft. Allir skápar í íbúðinni ná upp í loft og eru sérsmíðaðir í hvert rými. Íbúðinni fylgir geymsla í kjallara.

Floor plan of a small apartment with a bedroom, bathroom, kitchen, and living area, including a balcony.

UPPLÝSINGAR


Bílskúr
Nei

Svalir
4,9 m²

Þaksvalir
Nei

Hæð
2

Herbergi
2

Birt stærð
60,3 m²

Þar af geymsla
4 m²