Living room with large windows, modern fireplace, leather and upholstered chairs, glass coffee table, indoor plants, and city view.

ÍBÚÐ 301

Íbúðin snýr að sjónum, hún er neðarlega í húsinu og mannlífið sést vel úr öllum áttum. Listaverkið Sólfarið eftir Jón Gunnar Árnason blasir við er setið er í útskotsglugga norðurhliðar. Þar er einstakt útsýni og tilvalið að tylla sér með bók undir lesljósi. Eldhúsið er opið og samtengt stofu. Í eldhúsi eru tveir ofnar, hefðbundinn ofn og ofn með val um stillingu á örbylgjueldun eða venjubundna eldun. Eldhúsinnrétting er sérsmíðuð úr hnotu með stáli í borðplötu og vaski. Eyjan er sérsmíðuð úr stáli, með ávölum brúnum á hliðum og borðplötu sem mætir neðri skápum eyjunnar með fallegri hönnun. Eldavél er á eyju með innbyggðan háf.

Stofuna prýðir arinn á austurhlið og hefur hver íbúð sér loftun. Á austurhlið íbúðar eru svalir með útsýni í norðvesturátt að Esju og Móskarðshnjúkum. Hjónasvíta hefur innbyggð veggljós yfir rúmgafli, tvöfölda skápa og þaðan er innangengt á flísalagt baðherbergi með innbyggðum speglaskápum og innréttingu úr granít. Sturta og handlaugartæki eru innbyggð frá Grohe og sturtuhaus er festur í loft. Gangur íbúðar er klæddur veggpanil úr hnotu sem sameinast eldhúsi auk þess sem fataskápur og setbekkur í anddyri eru einnig úr hnotu.

Rúmgott svefnherbergi með skápum er næst anddyri. Á móti er annað baðherbergi og inn af því er þvottahús. Allir skápar íbúðar er sérsmíðaðir fyrir hvert rými og ná upp í loft. Möguleiki er á þriðja svefnherbergi eða skrifstofu með því að loka hluta stofunnar af. Íbúðinni fylgir lokaður bílskúr í bílakjallara og inn af honum er geymsla íbúðar.

Floor plan of a residential apartment showing a living room with couches and chairs, a dining area with a table and chairs, a kitchen with an island, a bedroom with a bed, a bathroom with a toilet, sink, and shower, and additional small rooms or closets.

UPPLÝSINGAR


Þar af bílskúr
31 m²

Svalir
4,5 m²

Þaksvalir
Nei

Arinn

Hæð
3

Herbergi
2

Birt stærð
165,1 m²

Þar af geymsla 1
6,6 m²

Þar af geymsla 2
14,9 m²