Modern living room with large windows, brown leather chairs, green velvet sofa, fireplace, and balcony with plants.

ÍBÚÐ 302

Íbúðin snýr í suður í átt að Hallgrímskirkju og gamla franska spítalanum sem nú er Tónlistarskóli Reykjavíkur. Íbúðin er afar björt, hefur átta glugga sem veita birtu úr þremur áttum. Í anddyri eru tvöfaldir fataskápar. Til vinstri handar úr anddyri er rúmgott svefnherbergi með skápum og baðherbergi með þvottaaðstöðu þar til hliðar. Tvö önnur svefnherbergi eru í íbúðinni, rúmgott hjónaherbergi með tvöfalda skápa og minna barnaherbergi eða skrifstofa sem hefur rúmgott baðherbergi þar við. Bæði baðherbergi íbúðar hafa innfeld Grohe handlaugartæki og sturtu í vegg auk þess sem sturtuhaus er festur í loft. Speglaskápar með innfelldri lýsingu eru fyrir ofan vaskborð og innréttingu úr granít. Rúmgott sjónvarpshol tengist inn í stofu sem hefur viðarklædda veggi.

Í stofunni eru svalir og útskotsgluggar sem veita góða birtu í rýmið. Eldhúsið er opið og samtengt stofu. Þar eru tveir ofnar, hefðbundinn ofn og ofn með val um stillingu á örbylgjueldun eða venjubundna eldun. Innrétting eldhússins er sérsmíðuð úr hnotu með stáli í borðplötu og vaski, eyjan er jafnframt sérsmíðuð úr stáli, með ávölum brúnum á hliðum og borðplötu sem mætir neðri skápum eyjunnar með fallegri hönnun. Eldavél er á eyju með innbyggðan háf. Eldhúsinnréttingin hefur mikið skápapláss sem og eyjan. Allir skápar í íbúðar ná upp í loft og eru sérsmíðaðir í hvert rými. Íbúðinni fylgir geymsla í kjallara.

Floor plan of a house showing three bedrooms, two bathrooms, a kitchen with an island, a dining area, and a living room with seating and a fireplace.

UPPLÝSINGAR


Þar af bílskúr
19,2 m²

Svalir
5 m²

Þaksvalir
Nei

Hæð
3

Herbergi
3

Birt stærð
182,4 m²

Þar af geymslur
19,2 m²