ÍBÚÐ 501
Íbúðin nær yfir allan gólfflöt fimmtu hæðar, hún er á næst efstu hæð hússins og héðan er stórfenglegt útsýni til allra átta. Listaverkið Sólfarið eftir Jón Gunnar Árnason blasir við úr útskotsglugga norðurhliðar. Þar er jafnframt einstakt útsýni og tilvalið að tylla sér með bók undir lesljósi. Stofa er staðsett í norðurhlið íbúðar með óheft útsýni út á haf. Stofuna prýðir arinn á austurhlið og hefur hver íbúð sér loftun. Á austurhlið íbúðar eru svalir með útsýni í norðvesturátt að Esju og Móskarðshnjúkum. Lyfta opnast beint inn í íbúðina. Gangur íbúðar er klæddur veggpanil úr hnotu sem sameinast eldhúsi auk þess sem fataskápur og setbekkur í anddyri eru einnig úr hnotu. Stórar þaksvalir sem vísa í suður eru út af eldhúsi og borðstofu en þar eru lagnir fyrir heitan pott.
Eldhúsinnrétting er sérsmíðuð úr hnotu með stáli í borðplötu og vaski, þar eru tveir ofnar frá Gaggenau. Eyjan er sérsmíðuð úr stáli, með ávölum brúnum á hliðum og borðplötu sem mætir neðri skápum eyjunnar með fallegri hönnun. Eldavél er á eyju með innbyggðan háf og vínkæli frá Gaggenau. Hjónasvíta hefur innbyggð veggljós yfir rúmgafli og tvöfölda skápa. Þaðan er innangengt á baðherbergi þar sem flísalagt er upp í loft á þrenna vegu, þar eru innbyggðir speglaskápar og innrétting úr burgundy lituðum marmara. Sturta og handlaugartæki eru innbyggð frá VOLA og sturtuhaus er festur í loft. Annað baðherbergi er á gangi þar sem svartur og hvítur marmari prýðir innréttinguna ásamt dökkum flísum. Líkt og á hinu baðhergi íbúðar eru sturta og handlaugartæki innbyggð frá VOLA og sturtuhaus festur í loft.
Gangur frá anddyri til norðurs er klæddur veggpanil úr hnotu. Rúmgott svefnherbergi með skápum er næst anddyri á hægri hönd. Möguleiki er á þriðja svefnherbergi eða skrifstofu með því að loka hluta stofunnar af. Allir skápar íbúðar ná upp í loft og eru sérsmíðaðir inn í hvert rými. Íbúðinni fylgir lokaður bílskúr í bílakjallara og inn af honum er geymsla íbúðar.
UPPLÝSINGAR
Svalir
4,5 m²
Þaksvalir
38,3 m²
Arinn
Já
Affall fyrir heitan pott
Já
Hæð
5
Herbergi
3–4
Birt stærð
238,2 m²
Þar af geymsla
12,5 m²
Þar af bílskúr
31,7 m²