ÍBÚÐ 601
Íbúðin er á tveimur hæðum, með tveimur þaksvölum auk aðgengis að þaki. Íbúðin nær yfir allan gólfflöt 6. og 7. hæðar. Lyfta opnast beint inn í íbúð á 6. hæð og þar á hægri hönd eru þaksvalir til suðurs. Í rými fyrir framan þaksvalir er gesta íverustaður með sér baðherbergi, eldhúskróki og svefnherbergi/stofu. Glerveggur aðskilur rýmið sem hleypir sólargeislum suðursins inn í alla íbúðina. Í anddyri eru fataskápar og þvottahús þar inn af. Baðherbergi er rúmgott með svörtum og hvítum marmara, dökkum flísum og sturtu. Þar við hlið er rúmgott svefnherbergi. Möguleiki er að bæta við þriðja svefnherberginu á hæðinni við stofuna.
Eldhúsinnrétting er sérsmíðuð úr hnotu með stáli í borðplötu og vaski, þar eru tveir ofnar frá Gaggenau. Eyjan er stór og sérsmíðuð úr stáli, með ávölum brúnum á hliðum og borðplötu sem mætir neðri skápum eyjunnar með fallegri hönnun. Eldavél frá Gaggenau er á eyju með gasi, span, og grilli sem og innbyggðum háfi. Vínkælir er einnig frá Gaggenau. Eldhús er samtengt stofu og borðstofu í norðurenda hússins með útsýni út á haf. Grunnar svalir með tveimur dyrum fylgja allri norðurhlið íbúðar þar sem borðstofa og stofa eru staðsett. Stofuna prýðir arinn á austurhlið og hefur hver íbúð sér loftun úr arni.
Stigi er frá gangi og eldhúsi upp á 7. hæð. Þar er bar samtengdur stofu, búinn klakavél, vaski og kæli. Stofan snýr í suðurátt að þaksvölum 7. hæðar. Stofuveggir eru að hluta til klæddir annars vegar panel úr hnotu og að hluta hins vegar sjónsteypu. Rennihurð út á þaksvalir er úr áli og þar er tengi fyrir heitan pott. Stigi úr steypu og stáli liggur upp á þak 7. hæðar frá svölum. Hjónasvíta í norðurhluta 7. hæðar hefur stóra glugga og útsýni yfir hafið. Þar er stórt fataherbergi með fataskápum og innréttingu. Baðherbergi er með tvöfaldan vask, innbyggð Vola tæki þar sem sturtuhaus er festur í loft, burgundy litaður marmari er í baðinnréttingu og flísar lagðar upp í loft á öllum veggjum. Þá er frístandandi baðkar og Vola tæki steypt í sjónsteypu vegg baðherbergisins. Arinn er við hjónarúm þaðan sem útsýni er yfir hafið. Allir skápar íbúðar ná upp í loft og eru sérsmíðaðir inn í hvert rými. Íbúðinni fylgja tveir lokaðir bílskúrar í bílakjallara og ein geymsla þar inn af.
UPPLÝSINGAR
Þaksvalir í norður
10,3 m²
Þakgarður á 6. hæð
40 m²
Þakgarður á 7. hæð
56,9 m²
Arinn
2
Affall fyrir heitan pott
Já
Hæð
6–7
Herbergi
3–4
Birt stærð
327,2 m²
Þar af geymsla
12,3 m²
Þar af bílskúr 1
32,2 m²
Þar af bílskúr 2
32,5 m²